Námskrá

Námskrá fyrir almenn ökuréttindi, flokkur B, fólksbifreið/sendibifreið tók gildi 1. febrúar 2010. Hún er unnin í nánu samstarfi Ökukennarafélags Íslands og Umferðarstofu. Um leið féll úr gildi eldri námskrá sem staðfest var af ráðherra 29. desember 1999.
Fjöldi lágmarkstíma er aukinn um leið og gerð er breyting á núverandi skipulagi ökunámsins.
Fjöldi lágmarkstíma er aukinn um leið og gerð er breyting á núverandi skipulagi ökunámsins.
- Bóklegar kennslustundir eru 25 og skiptast í; 12 í Ö1, 10 í Ö2 og 3 í Ö3.
- Kennslustundir í bifreið eru að lágmarki 17 og þar af eru tvær í ökugerði.